Búinn í prófum í bili

Jæja gott fólk. Ætli það sé nú ekki kominn tími á það að sýna eitthvert lífsmark hérna á þessari slóð.

Prófin eru sem sagt búin í bili. Gekk svona 66% OK. En fæ tækifæri í janúar að taka þau 33% sem vantar upp á. Jamm, prófin voru ágæt. Unnum sem sagt prófin á tölvum og svo var prentað út og skilað í tveimur eintökum í sitthvort sérmerkta umslagið. Ægilega formlegt allt saman.
Ég var næstum útilokaður frá fyrsta prófinu af því að ég mætti mínútu of seint. Málið er að formlega á maður að vera mættur hálftíma fyrr og reglurnar segja að það megi loka á mann ef maður er ekki mættur 15 mínútum fyrr. Ég sem sagt mætti á mínútunni og einni betur og fannst það nú ekki alvarlegt. Málið er nefnilega að ég fíla ekki að mæta í próf vel fyrir tímann og lenda á spjalli við samnemendur og uppgötva þá að t.d. var prentað báðum megin á eitthvert blaðið frá kennaranum og svo framvegis.
Alla vegana fyrir náð og miskunn fékk ég að taka prófið, en þetta vissi ég raunar ekki fyrr en eftir prófið hversu alvarlegt þetta var. Fannst sumum samnemum mínum ég taka þessu full létt og jafnvel jaðraði við kæruleysi, en það er ég nú ekki þekktur fyrir ;)

Helgin fór ágætlega af stað. Ég náði í krílin mín til Sólrúnar og við fórum í búð og keyptum í pizzur, í þetta skiptið var letin í hámarki og pizzurnar voru fully dressed and ready to go. Síðan var glápt og glápt á kassann. Dísa var með smá ælupest á föstudeginum þannig að við tókum því rólega.

Á sunnudag skelltum við okkur í bæinn á jólamarkaðinn í miðbænum. Virkilega gaman, en við þurfum eiginlega að fara aftur þangað og skoða betur.

Annars er voða fátt að frétta. Maður er bara að hlakka til jóla og þess háttar.

Jú, pabbi kemur á laugardaginn og þá verður fjör.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Vó, ekki hefði mér dottið í hug að það væri svona system hérna - flott að þeir slepptu þér með þessar 16 mínútur...
Sjáumst við fyrir jól?

Inga

Vinsælar færslur